Skip to main content

Almenn sjúkraþjálfun

Í fyrsta tímanum fer fram skoðun og fræðsla um vandamálið. Í framhaldi hefst meðferð og rætt verður um hvernig áframhaldandi meðferð verður hagað. Að skoðun lokinni eru niðurstöður sendar viðkomandi lækni.

Sjúkraþjálfun barna

Í fyrstu heimsókn er gert almennt hreyfipróf á börnunum til að meta fín- og grófhreyfingar. Niðurstöður úr prófinu eru sendar, viðkomandi lækni, foreldrum, leikskóla eða grunnskóla. Þegar niðurstöður liggja fyrir er rætt við foreldra og lögð áhersla á að finna bestu meðferðina fyrir barnið. Ef þörf er á er farið í skóla barnsins til að leiðbeina kennara.

Ungbarnanudd

Í fyrsta tíma er fræðsla og leiðbeiningar um hvernig nudda skuli barnið og hvaða áhrif það hefur. Í öðrum tíma er fræðsla um hreyfiþroska barna fyrstu árin.