Skip to main content

Lonneke van Gastel

Sjúkraþjálfari

Lonneke van Gastel, eigandi og framkvæmdastjóri Heilsuleiða er sjúkraþjálfari og sérfræðingur í barnasjúkraþjálfun. Hún er fædd í Hollandi árið 1971. Lonneke vann á árunum 1994 til 1996 á Endurhæfingarstöð Þroskahjálpar í Keflavik en fór síðan til Vopnafjarðar þar sem hún starfaði við sjúkraþjálfun til ársins 2001 er hún fór til Hollands að sérhæfa sig í barnasjúkraþjálfun og lauk því námi 2005. Hún hefur unnið frá árinu 2007 hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands við almenna sjúkraþjálfun og barnasjúkraþjálfun en í þeirri grein er hún eini sérfræðingurinn á Austurlandi.

Hún hefur mikla reynslu í meðferð á bak-, háls- og stoðkerfisvandamálum og hefur í hyggju að stofna bakskóla. Þá hefur hún stundað sjúklinga með gigtarsjúkdóma og taugasjúkdóma eins og MS og Parkinson og unnið við endurhæfingu hjartasjúklinga og hreyfihamlaðra.

Í sérgrein sinni barnasjúkraþjálfun hefur Lonneke unnið mikið með börnum með mismunandi vandamál, má þar nefna hreyfihömlun vegna ýmissa sjúkdóma, s.s. vöðvasjúkdóma, heilaskaða og taugaskaða. Einnig börnum með ofvirkni, einhverfu eða vandamál frá skynfærum. Jafnframt þjálfar hún börn sem eiga við það vandamál að stríða að vera klaufaleg í hreyfingum.