Fjarsjúkraþjálfun

Eins og áður hefur kominn fram verður Sjúkraþjálfunarstöðin Heilsuleiðir lokuð um óákveðinn tíma vegna COVID-19 faraldurs.

Á meðan þetta tímabunda ástand varir mun ég bjóða upp á fjarmeðferð í gegnum kerfi sem kallast Healo. Í gegnum það  geta skjólstæðingar komist í sambandi við mig  og viðhaldið þannig sínu meðferðarplani.

Þeir skjólstæðingar sem hafa áhuga á að nota  þetta fjarmeðferðarkerfi  geta sent mér  fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem frekari spurningum um kerfið verður svarað.

Ég vona að þið sýnið þessum aðgerðum skilning og hvet  ykkur að halda áfram að rækta líkama og sál á  erfiðum  tímum.

Hlakka til að taka aftur á móti ykkur þegar aðstæður leyfa.

Gætið að heilsunni.  Við  erum öll almannavarnir.

Nýtt höggbylgjutæki

Heilsuleiðir ehf hafa nýlega tekið í notkun höggbylgjutæki. Það er mikið notað við meðhöndlun tennisolnboga, hælspora og vöðvafestinga í öxlum, hnjám og lærum.  Einnig mikið notað á svokallaða kveikipunkta í vöðvum.

Þeir skjólstæðingar okkar sem hafa fengið meðferð með höggbylgjutækinu eru mjög ánægðir og finnst það virka vel.

Endurbætt aðstaða Heilsuleiða

Ýmsar framkvæmdir hafa verið í gangi hjá Heilsuleiðum á síðustu vikum. Núna er kominn sér tækja- og æfingasalur fyrir fullorðna og sérstakur salur fyrir börn. Í tækjasalnum eru ýmis tæki til að auka þol og kraft og meiri möguleikar á hópþjálfun en einnig einstaklingsþjálfun eftir þörfum. Salurinn fyrir börnin hefur verið endurbættur með þarfir barna í huga og einnig eru komin mörg ný og skemmtileg leikföng til að örva skynjun og hreyfiþroska.

Meðferðarherbergin eru orðin 3 og góð aðstaða í þeim öllum.