Skip to main content

Ólafur Björnsson

Sjúkraþjálfari

Ólafur nam sjúkraþjálfun við Univeristy College Syddanmark í Esbjerg í Danmörku, þaðan sem hann útskrifaðist 2014.

Síðan hann útskrifaðist hefur hann starfað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja auk þess að starfa sjálfstætt. Á þessum tíma hefur hann sinnt ýmsum verkefnum og misjöfnum vandamálum skjólstæðinga sinna.

Þar má nefna:

  • Almenn sjúkraþjálfun, t.d. stoðkerfisvandamál, álagsmeiðsli, öldrun og aldurstengd vandamál o.m.fl.
  • Endurhæfing eftir alvarleg veikindi
  • Endurhæfing eftir slys
  • Endurhæfing taugasjúklinga
  • Endurhæfing eftir liðskipti í mjöðmum, hnjám og öxlum
  • Endurhæfing eftir beinbrot
  • Fyrsta stigs hjartaendurhæfing
  • Íþróttasjúkraþjálfun í samstarfi við M.fl. karla hjá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur
  • Haft umsjón með hreyfiseðlum á heilsugæslu
  • Þjálfun fólks með ýmsa sjúkdóma, m.a. sykursýki, krabbamein, hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma o.fl.
  • Auk ýmissa annarra verkefna tengdum sjúkraþjálfun, lýðheilsu og þjálfun

Ólafur lærði áður íþróttafræði og útskrifaðist frá Kennaraháskóla íslands árið 2008.

Hann starfaði sem einkaþjálfari í 4 ár og hefur þjálfað ýmsar íþróttir á grunnstigum auk styrktarþjálfun hjá efri stigum íþróttaliða.