logo1

  • Sími: 571 1917
  • lonneke(at)heilsuleidir.is
  • GSM: 699 1917
  • olafur(at)heilsuleidir.is
  • GSM: 867 3232

Opnunartímar

  • Alla virka daga kl. 8-17

Sjúkraþjálfari óskast til starfa

nian

Sjúkraþjálfari óskast til starfa hjá Heilsuleiðum ehf. á Egilsstöðum

Starfshlutfall 50 til 80%

Heilsuleiðir ehf. er vaxandi fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem leitar að aðila sem vill taka þátt í spennandi uppbyggingu fyrirtækisins til framtíðar.
Starfið felst í þjálfun og meðferð einstaklinga ásamt hópþjálfun í tækjasal.

Heilsuleiðir eru með þrjú meðferðarherbergi, góðan æfingasal, sér sal fyrir börn og aðstöðu fyrir nýjar leiðir í þjálfun og heilbrigðisþjónustu.

Ef þig langar að vinna út á landi eru Egilsstaðir kjörinn staður. Þar er fallegt umhverfi með marga möguleika til útivistar og fjölbreytt menningarlíf. Stutt er í alla þjónustu og aðeins klukkustundar flug til Reykjavíkur.
Mögulegt er að útvega húsnæði ef þessi er óskað.

Umsóknin sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. nánari upplýsingar veitir Lonneke van Gastel í sima 699-1917, 571-1917.
www.heilsuleidir.is

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Hertar reglur 30. október 2020

grimaEftir fund um hertar reglur um sóttvarnir föstudaginn 30. október er sjúkraþjálfurum heimilt að starfa áfram með núverandi reglum:

  • Ekki séu fleiri enn 10 manns í sama rými.
  • Grímuskylda fyrir 6 ára og eldri
  • Fara áfram eftir öllum reglum almannavarna um hreinlæti og sótthreinsun.

Nýr sjúkraþjálfari

Nýr sjúkraþjálfari, Ólafur Björnsson,  hefur störf hjá Heilsuleiðum 1. september nk.

Ólafur nam sjúkraþjálfun við Univeristy College Syddanmark í Esbjerg í Danmörku, þaðan sem hann útskrifaðist 2014.

Síðan hann útskrifaðist hefur hann starfað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja auk þess að starfa sjálfstætt. Á þessum tíma hefur hann sinnt ýmsum verkefnum og misjöfnum vandamálum skjólstæðinga sinna.

Continue Reading

Andlitsgrímur vegna COVID19

Athugið !

grimaViðskiptavinir Heilsuleiða eru beðnir um að mæta með andlisgrímur þegar þeir mæta í tíma hjá okkur. 

Börn eru undanskilin grímunotkun.

Nýtt höggbylgjutæki

Heilsuleiðir ehf hafa nýlega tekið í notkun höggbylgjutæki. Það er mikið notað við meðhöndlun tennisolnboga, hælspora og vöðvafestinga í öxlum, hnjám og lærum.  Einnig mikið notað á svokallaða kveikipunkta í vöðvum.

Þeir skjólstæðingar okkar sem hafa fengið meðferð með höggbylgjutækinu eru mjög ánægðir og finnst það virka vel.

Endurbætt aðstaða Heilsuleiða

Ýmsar framkvæmdir hafa verið í gangi hjá Heilsuleiðum á síðustu vikum. Núna er kominn sér tækja- og æfingasalur fyrir fullorðna og sérstakur salur fyrir börn. Í tækjasalnum eru ýmis tæki til að auka þol og kraft og meiri möguleikar á hópþjálfun en einnig einstaklingsþjálfun eftir þörfum. Salurinn fyrir börnin hefur verið endurbættur með þarfir barna í huga og einnig eru komin mörg ný og skemmtileg leikföng til að örva skynjun og hreyfiþroska.

Meðferðarherbergin eru orðin 3 og góð aðstaða í þeim öllum.